top of page

      Spor í áttina                            ​

              
Einkasýning Hjördísar Frímann
í Ketilhúsinu á Akureyri
maí/júní 2013


 

- áfangastaður ókunnur
Smellið til að sjá myndirnar stærri
Smellið til að sjá myndirnar stærri

press to zoom
Smellið til að sjá myndirnar stærri
Smellið til að sjá myndirnar stærri

press to zoom
Að halda sínu striki
Að halda sínu striki

100x100 cm - akrýl á striga

press to zoom
Smellið til að sjá myndirnar stærri
Smellið til að sjá myndirnar stærri

press to zoom
1/17

„Ég byrjaði að mála fyrir tæpum 30 árum síðan,- eða á síðasta námsári mínu í Fagurlistaskólanum í Boston 1985. Fram að þeim tíma, á fyrstu þremur árunum, lærði ég aðallega ljósmyndun og reyndi líka eitthvað fyrir mér í grafíkinni. En svo var það eins og fyrir einskæra tilviljun, síðasta árið mitt í skólanum, að ég kíkti við í málaradeildinni og átti satt að segja ekki afturkvæmt. Ljósmyndavélin gleymdist í skápnum og við tók lítríkur og hömlulaus tími við að mála. Allt var látið flakka, lítið spáð í endanlega útkomu og dugði ekkert minna en risastórir flekar sem ekkert mál var að fylla upp á einum eftirmiðdegi.


Nú í dag eru vinnubrögðin allt önnur og þó, - að byrja á málverki er enn eins og að leggja af stað í leiðangur þar sem áfangastaður er ókunnur. Ég skissa aldrei fyrir brottför, byrja hratt og nota alla liti, stundum mála ég fígúratívar myndir, stundum form, eða bæði. Ég fer í allar áttir og lendi oft á villigötum. Stundum er ég spurð að því hvort ég sé nú búin að skipta um stíl, en það geri ég oft á dag!
 

Þessa dagana, vikurnar og mánuðina er ég mjög upptekin af, og bókstaflega elska, að mála form! Áfangastaður er enn ókunnur, stundum tek ég mér far með spor-vagninum eða ef það hentar mér betur svíf ég um í loftbelg. Allt eru þetta spor í áttina.“

Sýningarskrá Skoða

HJÖRDÍS FRÍMANN

bottom of page